13.4.2010 | 18:40
Ekki er allt vont sem gamalt er
Ástæðan fyrir veru minni hérá blogginu er að ég vil taka þátt í umræðunni um lífið og tilverunna á dag. Fyrir tæpum fjörtíu áru átti ég því láni að fagna að gerast starfsmaður í stjórnaráði Íslands og starfa þar í um 15 ár,á þessum 15 árum áttu sér stað miklar breytingar ,við færðum landhelginna tvisvar út fyrst Íslandi í úr 12 í 50 mílur og síðan í 200 mílur.Þetta voru stórkostlegar framfarir á þessum tíma,við tókum á móti fyrirmönnum allstaðar úr og vöktum fyrir það athygli á heimsvísu.Einar heitin Ágústsson úranríkisráðherra flutti tímamóta ræðu á vetfangi Sameinuðu þjóðanna, mikið skrifað um þann atburð,ekki bara á Íslandi heldur vítt um heim allan.Þegar við gengum endanlega frá Bretum í landhelgi málinu,þá var líka eftir því tekið. Ólafur Jóhannesson formaður Framsóknarflokksins,Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins vöktu heimsathygli,fyrir skelegga og virðulega framkomu.Íslendingar vöktu athygli alstaðar, ráðgjafarnir Hans G Andersen hafréttarfræðingur.og lærisveinn hans Guðmundur Eiríksson voru alstaðar í farabroddi sem ráðgjafar ríkja við útfærslu landhelgi annar ríkja. Eining áttum við mikið af afburðar mönnum á vetfangi það var stjórnmálanna sem komu fram af yfirvegun og áræði og töluðu fyrir hönd þjóðarinnar hvar sem þeir gátu, Ísland í dag býr ekki yfir slíkum mannkostar mönnum á vetfangi stjórnmálanna né í stjórnsýslunni,við höfum kappkostað að kasta fyrir borð mörgum af góðum sonum þjóðarinnar bara vegna þess að fólk er komið yfir fimmtugt,en á þeim aldri hefur fól safnað að sér reynslu og þekkingu. Ungt fólk sem vantar reynslu ,vill áberandi störf í þjóðfélaginu,þetta ungafólk fær störf allstaðar í þjóðfélaginu en veldur þeim engan vegin,reynsluleysi og græðgi stjórna athöfnum þeirra,þegar þetta ungafólk kemur fram vekur það athygli fyrir hroka og ábyrgðarleysi,gæfa ungafólksins á framabraut er brothætt og skaðleg Íslenskri þjóð.Nú sitjum við uppi með vandamálin sem það skóp. Við höfum núna Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem á sér enga llíka í víðri veröld,ég ætla ekki að taka neitt eitt út úr þessari skýrslu til umræðu hér,en hún er hróplegt dæmi um það sem ekki á að gera.
Um bloggið
Bjarnar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.